Árni Grétar „Futuregrapher“

Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn.  Árni Grétar var mjög afkastamikill tónlistarmaður og gaf út tugi platna í raftónlist. Hann var einn stofnenda Möller Records  og Móatúns 7 sem hefur stutt við og gefið vinningshöfum Rafheila Músíktilraunanna hljóðblöndum og hljóðjöfnun á þremur lögum.  Stuðningur hans við ungt upprennandi tónlistafólk lýsir vel hvern mann Árni hafði að geyma og er fráfall hans mikill missir fyrir tónlistarlífið.  Við vottum fjölskyldu og vinum innilega samúð við fráfall ljúflingsins Árna Grétars Futuregrapher.