Colibri er verkefni gítarleikarans Helga Freys Tómassonar og gengur út á að vera hreinn spuni. Verkefnið gengur út á það að setjast niður án þess að vera búinn að plana fyrirfram hvað á að spila og leifa tónlistinni að leiða og flæða, fara í ferðalag á áhugaverðar ótroðnar slóðir og koma sjálfum sér og áhorfendum á óvart.