PIPARKORN

Ný mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Emma Eyþórsdóttir, 18 ára, söngur

Gunnar Hinrik Hafsteinsson, 24 ára, gítar

Magnús Þór Sveinsson, 22 ára, hljómborð

Viktor Árni Veigarsson, 17 ára, bassi

Sigurrós Jóhannesdóttir, 19 ára, trompett

Guðjón Steinn Skúlason, 16 ára, saxófónn

Þorsteinn Jónsson, 21 ára, trommur

 

Sveitarfélag: Mosfellsbær

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 5 ár

 

Um hljómsveitina:

Piparkorn er djass hljómsveit upprunin úr tónlistarskóla Mosfellsbæjar en hún byrjaði sem hefðbundið samspil skipulagt af kennurum skólans. Hljómsveitin hefur verið spilandi frá 2016 og komið fram í ýmsum myndum með margvíslegri skipan meðlima en núverandi mynd hennar kom ekki til fyrr en snemma árs 2019. Tónlistin er innblásin einna helst af gamaldags listamönnum á borð við Lester Young og John Coltrane en einnig af nýlegra efni eins og Stevie Wonder og fleira frá Motown.

 

Spilaðu tónlistina okkar: