ÓLAFUR KRAM

olafurkram2020 mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir, 22 ára, rafmagnsbassi/söngur

Birgitta Björg Guðmarsdóttir, 20 ára, trompet/söngur

Eydís Egilsdóttir Kvaran, 22 ára, rafmagnsgítar/söngur

Alda Særós Bóasdóttir, 20 ára, trommur

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 20 ára, hljómborð/söngur

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 

3 ár

Um hljómsveitina:

Aðaleinkenni Ólafs Krams er skipulögð óreiða. Hljómsveitin samanstendur af 5 ungum tónlistarkonum frá Reykjavík, sem allar hafa mismunandi reynslu af tónlist. Erfitt er að setja titil á tónlistina sem Ólafur Kram spilar, og hefur hvert lag sinn einstaka blæ. Súrrealískir textar og draumkenndir hljómar eru ef til vill rauðir þræðir í þeirra lagasmíðum. Þær taka allar þátt í tónsmíðaferlinu og er enginn aðalsöngvari. Alda Særós spilar á trommur, Birgitta Björg á trompet, Eydís á gítar, Guðný Margrét á bassa og Iðunn Gígja á hljómborð.

 

Spilaðu tónlistina okkar: