ODDWEIRD

Mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Guðmundur Elí Jóhannsson, 21 ára, gítar/hljómborð/ rennilás

Sveitarfélag: Hólar í Hjaltadal

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 

4 ár

Um hljómsveitina:

Oddweird (Guðmundur Elí Jóhannsson) er eins manns tónlistar maskína sem kallar fram furðulegan og jafnframt glæsilegan hljómheim í rafmangs ívafi. Lög hans snerta á flestum tónlistategundum og eru eins fjölbreytileg og þau eru margsnúin. Verandi afkvæmi dómorganista og sópransöngkonu var hann meðlimur strengjasveitar og einnig lúðrasveitar sem barn. Oddweird glamrar á flest öll hljóðfæri en líka þá ýmsa hluti sem sjaldnast myndu teljast hljóðfæri.

 

Spilaðu tónlistina okkar: