WOOLLY MAMMOTH´S ABSENCE

Sveitarfélag: Kópavogur, Reykjavík & Hafnarfjörður

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? Upprunalega er þetta verkefni Einars sem á sínar rætur í seinni hluta 2019 en hljómsveitin var sett saman fyrir Músíktilraunir fyrir nokkrum vikum.

Einar Karl Pétursson,19 ára, gítar & söngur

Ásgeir Kjartansson, 21 ára, trommur

Breki Hrafn Ómarsson, 21 ára, gítar, melódíka, munnharpa, sög & bakrödd

Egill Ari Hreiðarsson, 18 ára, bassagítar

Woolly Mammoth’s Absence er hugarfóstur Einar Karls Péturssonar (stundum þekktur sem kindin einar). Einar semur og syngur með gítarinn að vopni og nú hafa bæst með honum í lið Breki Hrafn á ýmsum hljóðfærum, Egill Ari Hreiðarssonar á bassa og Ásgeir Kjartansson á trommum. Þessa fílefldu hljómsveit má flokka einhverstaðar á mörkum indie folk eða experimental rock þar sem persónulegir textar og hráar tilfinningar eru allsráðandi.

Viltu hlusta?