SÓÐASKAPUR

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 6 mánuði

Lára Snædal Boyce, 22 ára,trommur/bassi/söngur

Hildur Björg Jónsdóttir, 20 ára, gítar/söngur

Sientje Sólbjört Nína de Wagt, 20 ára, trommur/bassi/söngur

 

Sóðaskapur er hin ófullkomna og subbulega hlið pönksins. Lög okkar eru afköst áralangrar reiði gagnvart yfirvaldinu, feðraveldinu og kapítalismanum. Sóðaskapur er þriggja stúlkna hljómsveit sem einblínir á fegurðina í ljótleikanum og þau vandamál sem fylgja því að vera ungur meðlimur samfélagsins í dag. Markmið okkar samt sem áður er – og hefur ávallt verið – að hafa gaman, og vonandi getum við skemmt ykkur líka. Því hvað eru menn ekki, nema sóðalegir?

Viltu hlusta?