RUNES

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? Síðan vorið 2021

Særún Sól Helgadóttir, 20 ára, gítar & söngur

Heimir Steinn Vigfússon, 23 ára, rafmagnsgítar & söngur

Jón Örn Eiríksson, 21 árs, bassi

Örn Ingólfsson, trommur

Hljómsveitin Runes var stofnuð vorið 2021, þar myndaðist gott teymi sem samanstendur af textahöfundinum Særúnu Sól Helgadóttur og lagahöfundinum Heimi Stein Vigfússyni. Seinna á árinu ákváðu þau að taka þátt í Músíktilraunum. Hófst þá leitinn að bassaleikara og trommara, bassaleikarinn Jón Örn Eiríksson kom þá inn í hljómsveitina úr tengslaneti Heimis og trommuleikarinn Örn Ingólfsson úr óvæntri átt. Fram að þessu hafa hljómsveitarmeðlimir lagt áherslu á nokkrar stefnur, eins og country, popp og rokk. Þó tengir hljómsveitin mest við rokk. Næsta verkefni eru að taka þátt í Músíktilraunum og stefnt er að plötu í náinni framtíð.

Viltu hlusta?