Hljómsveitin Runes var stofnuð vorið 2021, þar myndaðist gott teymi sem samanstendur af textahöfundinum Særúnu Sól Helgadóttur og lagahöfundinum Heimi Stein Vigfússyni. Seinna á árinu ákváðu þau að taka þátt í Músíktilraunum. Hófst þá leitinn að bassaleikara og trommara, bassaleikarinn Jón Örn Eiríksson kom þá inn í hljómsveitina úr tengslaneti Heimis og trommuleikarinn Örn Ingólfsson úr óvæntri átt. Fram að þessu hafa hljómsveitarmeðlimir lagt áherslu á nokkrar stefnur, eins og country, popp og rokk. Þó tengir hljómsveitin mest við rokk.
Næsta verkefni eru að taka þátt í Músíktilraunum og stefnt er að plötu í náinni framtíð.