KUSK

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? Hef verið í tónlist í um það bil ár

Kolbrún Óskarsdóttir, 18 ára, söngur, tölva

KUSK, eða Kolbrún Óskarsdóttir, er 18 ára miðbæjarrotta úr Reykjavík. Hún semur, syngur og pródúserar flest lögin sín sjálf en fær oft hjálp frá góðum vinum þegar hún rekst á vegg og til að útsetja. Styrkleikar: Gúrkur, espresso og Vesturbæjarlaugin. Veikleikar: Auðtrúa, IKEA og Vesturbæjarlaugin

Viltu hlusta?