Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? ca. 5 ár? Hef veirð að semja síðan ég man eftir mér, en fór að setja lögin almennilega saman og fullvinna þau u.þ.b. í 9. bekk
Krassoff, eða Kristína, er 19 ára tónlistar- og dansnemi sem getur ekki haft eggin öll á einum stað og syngur, dansar, spilar á píanó, semur lögin sín og pródúserar þau alfarið sjálf. Hún er mjög textadrifin og semur alls konar tónlist og hljóðheima eftir tilfinningum og heildarhugmyndum, þar sem innblástur er mikið til kominn úr R&B, Alt/indie rokki og raftónlist. Allt frá singer-songwriter stíluðu tilfinningapoppi og út í raftónlist með poppaðara yfirbragði, Krassoff nýtir sér fjölhæfni sína óspart.