Juno Paul

Sveitarfélag: Kópavogur

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 1 ár

Andri Franz Baldvinsson, gítar

Ég hef verið að gera tónlist í u.þ.b 6 ár og hef þróast sem tónlistarmaður í allar áttir. Ég byrjaði til dæmis sem djóktónlistarmaður (sköllóttur pervert) en hef yfirgefið þann titil en er stoltur af honum. Tónlistin mín í dag er blanda af mörgu en ég myndi segja að það væri mest grunge og dance inspired. Ég tek alla gítara upp inná tölvuna og nota rafræn tromusett og synthesizera sem komu með DAW-inu (Logic Pro X). Er solo act eins og er og spila einn á sviði á gítar með allt hitt í backing track en er að vonast til að fá fleiri meðlimi í framtíðinni.

Viltu hlusta?