Ég heiti Hildur Kaldalóns og er 20 ára listaspýra úr miðbænum sem ákvað að taka u-beygju í lífinu og fór að læra verkfræði. Þörfin fyrir listrænni útrás skilar sér nú í textum sem samdir eru út frá atburðum í mínu lífi eða skemmtilegum orðum. Þessir textar enda svo allir sem hugguleg popplög sem ég reyni að útsetja á Garageband.