Heagle er sviðsnafn Hlífar Örns (singer songwriter/producer) sem er splúnku nýr á senuni.
Hlífar kennti sjalfum sér að syngja, semja, spila á gítar, bassa og smá píanó, hann “produce-ar” líka öll lögin sjálfur (eitthvað sem hann kenndi sjálfum sér líka.) Hann hefur alist upp í kringum gítar og byrjaði að spila fyrst 14 ára, gítarin datt svo inn og út í gegnum tíðina en svo small á eitt stykki heimsfaraldur og þá fór hann í fullan gír að læra að semja og spila. Nú einbeitir hann sér mest á því að gerast eins góður tónlistarmaður og hann getur verið, og byrjar nú að taka sín fyrstu skref (eftir of langan tíma) úppa svið.