Fókus

Sveitarfélag: Höfn í Hornafirði

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? Síðan í desember 2022

Amylee Trindade, gítar/söngur

Alexandra Hernandez , bassi/söngur

Anna Lára Grétarsdóttir, píanó

Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, trommur

Pia Wrede, synth

Við erum fimm stelpur sem höfum allar spilað mislengi en byrjuðum að æfa saman haustið 2022. Við búum ekki allar í sama bæjarfélagi og höfum því ferðast töluvert til að æfa saman. Við höfum allar mismunandi tónlistarsmekk, allt frá 50’s rock ‘n’ roll til 2010’s pop rock. Þess vegna koma stundum mjög áhugaverðar hugmyndir fram á æfingum.Lögin okkar í Músíktilraunum eru nokkurs konar alt/rock en þau eru samt ólík innbyrðis. Við vitum fátt skemmtilegra en að sitja inni í litlu stúdíói og spila af hjartans list með græjurnar í botni.

Viltu hlusta?