Flyguy

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 1 ár

Helgi Þorleifur Þórhallsson, söngvari

Flyguy er söngvari, rappari, próduser, lagahöfundur og fatahönnuður fæddur og uppalinn í Mývatnssveit. Tónlistin hans er fjölbreytt og tekur innblástur frá mörgum ólíkum áttum allt frá trap tónlist og hyperpop yfir í tölvuleikjatónlist og djass. Áheyrsla er lögð á melodýur sem styðja við og magna en frekar ljóðrænt innihald textans. Innihald textanna er fjölbreytt en hallar oftast í persónulegri átt þar sem daglegt amstur og persónulegir erfiðleikar eru tekin fyrir, eða léttari „party textar“ þar sem flow og melodýur taka frekar forystuna og innihaldið er ekki jafn persónulegt. Textarnir eru vandaðir og þriggja atkvæða rím, innrím, stuðlar, höfuðstafir og orðaleikir eru algeng sjón. Fyrsta „mixtape“ Flyguy ber nafnið Bland í poka og kom út síðastliðinn desember.

Viltu hlusta?