Einakróna var fyrst sett í umferð árið 1981. Þvermálið er 21,5 mm. Þyngdin var 4,5 grömm. Málmblandan er úr kopar, 75%, og nikkel, 25%. Röndin er riffluð. Á framhliðinni mynd af bergrisa úr landvættamerkinu, en á bakhlið er þorskur. Árið 1989 var sett í umferð einakróna með breyttu málminnihaldi, þ.e. úr nikkelhúðuðu stáli, en hún er einnig léttari, þ.e. 4,0 grömm