Galdur er alinn upp á tónlist, hann hefur haft brennandi áhuga síðan hann man eftir sér, en hjá Danjel er það önnur saga, þar sem hann segist ekki hafa haft neinn áhuga á tónlist fyrr en hann var 11-12 ára. Danjel og Galdur vinna sína tónlist sjálfir alveg frá grunni. Þeir reyna sitt besta að vera einlægir í tónlistinni og byggja út frá sjálfum sér og þeirra tilfinningum. Strákarnir hafa mikla trú á sjálfum sér og stefna langt í bransanum „4JÓRIR ER MINN LÍFSTÍLL!“ – Danjel og Galdur 2023