GRAFNÁR

Grafnár mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Kristján Reiners, 26 ára, gítar

Hrafnsunna Ross, 25 ára, söngur

Ögmundur Kárason, 24 ára, trommur

Hallmar Gauti Halldórsson, 26 ára, bassaleikari

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 

2 ár

Um hljómsveitina:

Grafnár byrjaði sem hugmynd hjá þeim Hrafnsunnu Ross og Kristjáni Reiners. Aðal markmiðið var að búa til tónlist sem væri jafn hrollvekjandi og óþægileg og svartmálmur, en að sama skapi jafn hnitmiðuð og ofbeldisfull og harðkjarni. Umfjöllunarefni tónlistarinnar urðu sálarangist litað af lífi í Íslensku strjálbýli. Hljómsveitin fór síðan almennilega af stað eftir að þau fengu Ögmund Kárason sem trommara, og tónlistin fór fljótlega að taka á sig mynd.

 

Spilaðu tónlistina okkar: