Músíktilraunum frestað vegna COVID-19 veirunnar

vegna COVID-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin eftir mikla umhugsun að fresta Músíktilraunum til hausts. Stefnt er á að halda Músíktilraunir 2020 í haust.

„Við höfum tekið þessa ákvörðun því okkur er annt um ykkar upplifun á hátíðinni og teljum það okkar samfélagslegu ábyrgð að sýna varkárni. Við teljum að það væri óréttlátt að halda Músíktilraunir undir kringumstæðum þar sem ekki allir geta tekið þátt vegna mismunandi heilsufars” segir Unnur Sesselía verkefnastjóri Músíktilrauna.

Undirbúningur keppninnar hefur gengið mjög vel, aðsókn hefur verið frábær og við yfirferð umsókna hefur komið í ljós hversu frjótt og hæfileikaríkt tónlistarfólk leynist um allt land. Keppnin verður í byrjun sumars og verður öllu tjaldað til ekki amalegt að hafa sólina hangandi yfir sér (gott tækifæri til að halda smá grill í sólinni) Þetta er tækifæri til að æfa sig enn betur og fínpússa sitt atriði.