EL ROYALÉ

El Royalé mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Aron Ýmir Antonsson, 23, söngur og gítar

Viðar Janus Helgason, 24, gítar og söngur

Bergsteinn Sigurðarson, 26, trommur og söngur

Þórarinn Guðni Helgason, 21, bassi

Ástráður Unnar Sigurðsson, 21, hljómborð

Sveitarfélag: Laugavatn

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað?

Tæp tvö ár

Um hljómsveitina:

El Royalé samanstendur af 5 einstaklingum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám við menntaskólann að Laugarvatni. Þar stóðu þeir sem klettar við að halda hljómsveitarstarfi við Kór ML á lífi en hafa nú beint spjótum sínum alfarið að rokkinu og rólinu. Þeir semja þung, hröð, gröð lög jafnt sem ljúfa, létta og ástríka texta. Þrátt fyrir að

aldur El Royalé sé ekki hár, hefur á þeim tíma skapast djúp vinátta sem hljómsveitarmeðlimir munu taka með sér upp

á svið og í hugarheim tónlistarinnar. Tónlistin siglir oft á skuggsælu hafi sem geymir leyndardóma ástarinnar annarsvegar og lífsnauðsynlegu þarfir mannslíkamans hinsvegar.

Spilaðu tónlistina okkar: