EILÍF SJÁLFSFRÓUN

Eilíf sjáfsfróun IMG_7024

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Halldór Ívar Stefánsson, 22 ára, gaul

Árni Haukur Árnason, 22 ára, bassi

Davíð Sindri Pétursson, 22 ára, hljóðgervill / harmonika

Þorsteinn Jónsson ,21 árs, trommur

 

Sveitarfélag: Mosfellsbær

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 2 ár

Um hljómsveitina:

Sko... Eilíf sjálfsfróun er eins og tré. Hljómsveitin á rætur að rekja í partí í Mosfellsbæ þar sem hljómsveitarmeðlimum datt í hug þetta líka frábæra hljómsveitarnafn og gátu þá ekki annað gert en að stofna hljómsveit í kring um það. Upp úr þessum rótum óx stofn hljómsveitarinnar sem var gegnheill af paunki. Með tíð og tíma breiddi bandið úr sér og teygði greinar sínar í hinar furðulegustu áttir. Það sem í upphafi var aðeins einföld paunk-hrísla hefur nærst á sólargeislum raftónlistar, frjósömum rokk-jarvegi og svalandi þjóðlagatónlist. Í dag mætir áhorfendum voldugt grenitré sem við fyrstu sýn gæti verið skrautlegt jólatré en hefur að geyma hárbeittar nálar á hverri grein.

Spilaðu tónlistina okkar: