BENEDIKT

BENEDIKT-musiktilraunir

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Benedikt Gylfason, 19 ára, söngur

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað? 

Frá 2018

Um hljómsveitina:

Ég er 19 ára MH-ingur frá Reykjavík og er einnig á poppbraut í Menntaskóla í Tónlist, þar sem ég lauk miðprófi í rytmískum söng í apríl. Ég er í MH-kórnum og hef tekið þátt í söngkeppnum og hlaut t.d. annað sæti í Söngkeppni Samfés árið 2018. Í nokkur ár hef ég verið að semja og pródúsera mitt eigið efni og gerði m.a. EP plötu sem lokaverkefni í grunnskóla. Hef nú þegar haldið tvenna tónleika í MH, fyrst fyrir lítinn áhorfendahóp á Lagningadögum 2019 og svo rafræna tónleika haustið 2020, en ég stefni á að gefa út nýja EP plötu nú í haust. Ég sem popptónlist með grípandi laglínum og textum sem oftast eru á ensku. Yfirleitt sem ég mína tónlist sjálfur en geri þó einnig nokkuð af því að semja með öðrum.

 

Spilaðu tónlistina okkar: