ÆLUPESTÓ

Ælupestó mynd

Nöfn, aldur og hljóðfæri:

Guðmundur Hermann Lárusson, 18 ára, söngur/gítar

Árni Björn Þórisson, 17 ára, trommur/bakraddir

Gunnar Franz Árnason, 18 ára, bassi/bakraddir

Ari Carl Lund, 18 ára, þríhyrningur

Sveitarfélag: Reykjavík

Hversu lengi hefur hljómsveitin starfað?

Eitt og hálft ár

 

Um hljómsveitina:

Ælupestó er hljómsveit sem er byggð á hugmynd. Hugmynd um nafn á pönkhljómsveit sem dreng í Norðlinga datt í hug einn dag. Ælupestó. Nafnið var of gott til að gera ekki neitt í því. Skipaðir voru meðlimir úr hljómsveitinni Amor til að mynda Ælupestó ásamt drengnum úr Norðlingaskóla. Fyndnar hugmyndir fyrir stutt lög byrjuðu að spretta upp og þar má marka upphaf hljómsveitarinnar. Ælupestó spilar hreint og beint pönk, Ekkert kjaftæði!

 

 

Spilaðu tónlistina okkar: