Músíktilraunir byrja næsta sunnudagskvöld 22. mars !

Músíktilraunir 2015 eru að bresta á með 39 ferskum hljómsveitum og því er um að gera að missa ekki af þessum viðburði sem hefur í gegnum tíðina,
skilað af sér frábærum böndum á borð við Of Monsters and Men, Agent Fresco, Samaris, Mammút, Vio ofl. ofl.

Allt tónlistaráhugafólk ætti því ekki að láta tilraunirnar fram hjá sér fara í Norðurljósasal Hörpunnar, dagana 22.- 28. mars 2015.

Undankvöldin eru 22.- 25. mars kl. 19:30 og úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 28. mars kl. 17.

Ekki gleyma að tryggja ykkur miða á harpa.is og midi.is og fáið alla til að fjölmenna á frábæran viðburð !

Skráningu í Músíktilraunir, lýkur 8. mars!

Það eru einungis 4 dagar til stefnu, til að skrá ykkar/þitt band í Músíktilraunir 2015 en skráningunni lýkur næsta sunnudag, 8. mars 2015.

Framkvæmdin er einföld: Farið inn á "skráningu" hér á vefnum, fyllið út umsóknarformið, greiðið þátttökugjald og setjið inn nafn hljómsveitar með greiðslunni.

Ekki missa af frábæru tækifæri og takið þátt í einstökum viðburði!
 

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS