Skráningu lokið og 35 atriði hafa verið valin til að keppa!

Dömur mínar, herrar og allt þar á milli!

Snjallir listamenn hafa sent in verk sín og er nú ljóst að það verða 35 atriði sem munu keppa til sigurs á Músíktilraunum 2019. Tónlistin er að öllu tagi og ættu því allir að finna sér eitthvað sér við hæfi.

Fyrir alvöru nörd er hægt að skoða þátttakendur á heimasíðunni undir hljómsveitir og hægt að hlusta á hljóðdæmi !

Skráning hefst í nótt!

Skráningin í ár er frá 1-11. mars, það er alveg að koma að þessu!

Það er allt á fullu í undirbúningi á keppninni en það er margt æsispennandi að gerast. Keppnin í ár verður betri en nokkurntíma áður því að hún veitir öllum þeim sem komast áfram í úrslit tækifæri til að sækja frábært námskeið að nafninu Hitakassinn og má lesa nánar um það hér á síðunni. Æðislegir dómarar eru búnir að melda sig, margir af bestu fagmönnum landsins búnir að segjast ætla veita verðlaun og frábærir bakhjarlar og styrktaraðilar búnir að sýna að þeir eru virkilega tilbúnir til að vökva grasrótina. Sem sagt þá er, allt á beinu brautinni en nú eftir árs meðgöngu vill þjóðin fá að sjá ný afkvæmi hins íslenska tónlistarlífs og bílskúrsbanda. Allir á aldrinum 13-25 ára sem hafa áhuga muna að skrá sig!

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS