Loka undanúrslita kvöld afar skemmtilegt

Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna 2019 er nú lokið og liggja fyrir öll þau atriði sem fá að halda áfram til úrslita þetta skiptið. Öll undankvöldin í ár hafa verið vel aðsótt og hvert einasta atriði staðið fyrir sínu. Það er þó þannig að aðeins fjórðungur keppenda fær að hald áfram til úrslita og í kvöld völdu áhorfendur í sal hljómsveitina Karma Brigade en dómarar völdu áfram Ástu ásamt Dread Lightly í aukaval. Dómarar völdu einnig i aukaval frá fyrri kvöldum hljómsveitirnar Parasol og Merkúr. Úrslitakvöldið verður magnað, frábært og dásamlegt ef eitthvað er að marka þau atriði sem eru á boðstolnum en miða má finna á tix.is. Til að horfa á allt fjórða undanúrslitakvöldið í hágæðum er hægt að horfa á streymisupptöku í boði nemenda Borgarholtsskóla.

 

 

3. undankvöld uppfullt af frábærum atriðum!

Þriðja undankvöldi Músíktilrauna 2019 er nú lokið og þeir sem halda áfram til úrslita 6. apríl eru stúlknabandið Konfekt kosin áfram af dómnefnd og strákabandið Eilíf sjálfsfróun, valin af áhorfendum. Hljómsveitirnar komu báðar á óvart með list sinni og færni og hrifu salinn með ólíkum stílbrögðum. Allir keppendur kvöldsins stóðu sig með príði

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS