Hljómsveit

Umbra

 

Sveitarfélag: Reykjavík

 

Á vefnum:  

Nafn aldur hljóðfæri
Nína Solveig Andersen 15 Hljómborð, fiðla, bassi, (þrumutæki)
Eir Ólafsdóttir 15 Selló, söngur
Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir 15 Flauta, bassi, klukkuspil

Um hljómsveit:

Hljómsveitin Umbra samanstendur af þremur 15 ára Hagskælingum, þeim Eiri Ólafsdóttur, Eyrúnu Úu Þorbjörnsdóttur og Nínu Solveigu Andersen. Þær hafa allar spilað á hljóðfæri síðan þær voru litlar og nýta sér þá kunnáttu auk þess sem þær spila á hljóðfæri sem þær kunna minna á. Hljómsveitin var stofnuð nokkrum vikum fyrir Músíktilraunir en hljómsveitarmeðlimirnir hafa þekkst í nokkur ár. Nafnið Umbra merkir skuggi á latínu og er dregið af einu af fylgitunglum Úranusar, Umbriel

 

 

Spilar á: 

  • 2. kvöld - 19. mars
  • Úrslitakvöld - 24. mars