Hljómsveit

Pixel Dream

 

Sveitarfélag: Reykjavík

 

Á vefnum:  https://www.youtube.com/channel/UCeDKT5DkuscQCTJsOQ2mXCw

Nafn aldur hljóðfæri
Helgi Freyr Tómasson 20 Tölvur,gítar,bassi
Ólafur Kári Ólafsson 20 Tölvur,gítar,bassi

Um hljómsveit:  

Pixel Dream er glænýtt samspil Helga Freys Tómassonar og Ólafs Kára Ólafssonar sem snýst fyrst og fremst um að sérhæfa sig ekki í neinum ákveðnum stíl heldur draga bestu eiginleika úr valdastiga sem flestra tónlistartegunda þar sem hver stefna skarar fram úr á einn eða annan hátt. Þeir leggja mikla áherslu á sjálfstæði við sköpun og sjá sjálfir um alla hlekki tónlistarsköpunar: Tónsköpun, hljóðhönnun, hljóðblöndun og masteringu svo helstu ferlin séu nefnd. Tónlistin er oftar en ekki instrumental þar sem áherslan er lögð á að skapa hugvíkkandi hljóðheim sem er ekki bundinn takmörkuðu tungumáli mannfólks eða reynsluheimi daglegs lífs. Pixel Dream hvetja pródúsera landsins til þess að taka málin í eigin hendur í stað þess að puða bak við tjöldin fyrir kokhrausta töffara.

 

 

Spilar á: 

  • 1. kvöld - 18. mars