Hljómsveit

Markús

 

Sveitarfélag: Reykjavík

Nafn aldur hljóðfæri
Markús Bjarnason 23 gítar,söngur og pad
Birkir Bjarnason 21 pad

 

Um bandið:  

Ég heiti Markús Bjarnason og ég elska að skapa tónlist. Ég er 23 ára og er að læra grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands. Ég lifi fyrir tónlist og grafík, og vil helst blanda tónlist og grafík eins mikið saman og ég get. Ég sæki oft innbástur í grafíkina þegar ég sem tónlist og öfugt. Tónlistarstíllinn er ekki flókinn, ég er hrifinn af “less is more” pælingum. Íslenskt lo-fi folk er örugglega ágæt lýsing á tónlistarstílnum, en annars þá skiptir það mig ekki miklu máli hvert ég er flokkaður. Ég flokka flöskur & dósir, plast & pappír, en eyði ekki alltof miklum tíma í að flokka músík. Fyrir mér er tónlist tilfinningar í óskiljanlegu formati sem er samt á einhvern hátt léttara að skynja og skilja. Músíktilraunir er snilld, hlakka til að taka þátt.

 

 

Spilar á: 

  • 2. kvöld - 19. mars