Hljómsveit

Madre Mia

 

Sveitarfélag: Akranes

 

Á vefnum:snapchat: madre-miaa instagram: madremiamusic

                    https://www.facebook.com/madremiamusic/

Nafn aldur hljóðfæri
Katrín Lea Daðadóttir 14 Söngur, bassi og kassatromma
Hekla María Arnardóttir 15 Söngur og gítar
Sigríður Sól Þórarinsdóttir 15 Söngur og hljómborð

Um bandið:  

Madre Mia er hljómsveit með þremur ungum stöllum. Við kynntumst í gegnum tónlistarstarfið á skaganum og héldum sjálfar jólatónleika í desember til styrktar Mæðrastyrksnefndar. Þar söfnuðum við um 400.000kr. Við höfum allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskólanum á Akranesi. Tvær okkar hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og komist inn á Söngvakeppni Samvest. Það skal tekið fram að ein okkar er á leiðinni á Söngvakeppni Samfés. Við höfum spilað mikið saman um allt Akranes og eitthvað í Reykjavík á samkomum og viðburðum. Svo við teljum að Músíktilraunir sé rétti staðurinn fyrir okkur!

 

 

Spilar á: 

  • 1. kvöld - 18. mars
  • Úrslitakvöld - 24. mars