Hljómsveit

Ljósfari

 

Sveitarfélag: Reykjavík

Nafn aldur hljóðfæri
Snorri Örn Arnarson 23 Rafbassi
Árni Svavar Johnsen 24 Rafmagnsgítar og bakraddir
Sigvaldi Helgi Gunnarsson 22 Söngur og kassagítar
Benjamín Gísli Einarsson 21 Hljómborð
Kristófer Nökkvi Sigurðsson 28 Trommur

 

Um bandið:  

Upprunalega var hljómsveitin hugarfóstur gítarleikarans Árna og bassaleikarans Snorra.Þeir höfðu samband við söngvarann Sigvalda, saman komu þá þremeningarnir og byrjuðu að kasta hugmyndum á milli. Eftir að hafa tekið upp nokkur hrá demó komust okkar menn að þeirri niðurstöðu að nauðsynleg þörf var á hljómborðsmottum, þá var hringt í Benna. Stuttu eftir það var hóað saman í hljómsveitaræfingu, en þá vantaði ennþá lykilhráefni: trommara, til að vera pumpandi hjarta bandsins, var þá Kristófer fenginn í það verkefni. Saman mynda þessir menn hljómsveitina Ljósfari og vinnur hún markvisst að því að semja skemmtileg lög með dansandi hryn og grípandi laglínum.

 

Spilar á: 

  • 3. kvöld - 20. mars
  • Úrslitakvöld - 24. mars