Articles

Hvorki meira en minna en fjórar sveitir aukalega!

 

Í kvöld lauk undankvöldum Músíktilrauna í Hörpu en á þeim komast alltaf tvær sveitir/listamenn áfram. Í reglum keppninnar er kveðið á um það að dómnefnd hafi möguleika á að velja aukalega áfram hljómsveitir á úrslitakvöldið. Sá óvenjulegi atburður átti sér stað að hvorki meira en minna en fjórar sveitir voru valdar áfram aukalega, en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Það eru sveitirnar eru Misty, Gróa, Hillingar og Phlegm.

 

HAMINGJU ÖLLSÖMUL! heartheartheartheart

 

Það stefnir því í æsispennandi og skemmtilegt úrslitakvöld næsta laugardag með tólf frábærum hljómsveitum/listamönnum. Við bendum á að hægt er að kaupa miða hér en miðaverð er einungis 2000 kr. 

Bjartr og Omotrack komust áfram . . . . . . . . og fjórar aðrar sveitir!

Geggjuð stemmning var á fjórða og síðasta undankvöldinu í Hörpu. heart

Salurinn valdi seiðandi hryn og lúðrahljóma Omotrack áfram og dómnefndin valdi kraftmikið rappið hjá Bjartrlaugh

Einnig hleypti dómnefndin hvorki meira en minna en fjórum "Svörtum-Pétrum" áfram á úrslitakvöldið en þær sveitir höfðu áður spilað á fyrri undankvöldum. Þær eru: Misty, Gróa, Hillingar og Phlegm.

TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL!  yesheart

Korter í flog og Gabríel Ólafs komust áfram

Það var víst hiti í herbergi dómnefndar á þriðja undankvöldinu. Hugsanlega er það vísbending um að fleirri sveitum verði kannski hleypt áfram á úrslitakvöldið. En það sem að við vitum er að salurinn valdi Gabríel Ólafs áfram og dómnefndin valdi Korter í flog.

Between Mountains og Vasi komust áfram

Between Mountains og Vasi

Annað undankvöldið var æsispennandi og virkilega fjölbreytt! yes

Átta sveitir/listamenn spiluðu tónlist öfgana á milli dauðrokks og píanókonserts.

Kvöldið fór þannig að dómnefnd valdi Vasi áfram en salurinn valdi Between Mountainsheart

Módest GRÚV og Hewkii komust áfram

Módest GRÚV og Hewkii

Fyrsta undankvöldið var haldið í Hörpu í kvöld. Átta skemmtilegar og fjölbreyttar sveitir/listamenn komu fram.

Kvöldið fór þannig að dómnefnd valdi Hewkii áfram en salurinn valdi Módest GRÚV.

 

Takk og til hamingju allir sem tóku þátt í þessum fyrsta hluta hátíðarinnar! heart

Hljómsveitir og listamenn tilkynntar!

JESS!!! laugh

Allar hljómsveitir og listamenn fyrir Músíktilraunir 2017 eru komnar á heimasíðuna okkar og búið er að raða á öll undankvöldin! heart 

Tónlistarhátíðin Músíktilraunir hefst á laugardaginn!

DREYFIÐ ORÐINU! wink

 

 

Þriðji Facebook-leikurinn okkar!

Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur

Undanúrslitakvöld Músíktilrauna hefjast eftir rétt rúma viku, laugardaginn 25. mars í Hörpu. Í tilefni þess setjum við Facebook-leik númer þrjú í loftið. laugh

 

Um 1180 hljómsveitir/listamenn hafa tekið þátt í tilraununum frá upphafi. Mörg þeirra hafa skartað skemmtilegum og skrítnum nöfnum. Eitt af eftirminnilegustu hljómsveitarnöfnunum í sögu Músíktilrauna er án efa hljómsveitin Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur. Hún var frá Selfossi/suðurlandi og tók þátt árið 1990. Sveitin komst í úrslit en vann ekki til verðlauna. Hinsvegar varð sveitin landsþekkt fyrir nafnið sitt sem er líklega lengsta hljómsveitarnafn Íslandssögunnar. surprise

 

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt í Facebook-leiknum er að segja okkur hvert er uppáhalds hljómsveitar/listamanns-nafnið þitt úr sögu Músíktilrauna. heart

Hér á heimasíðunni okkar undir Um Músíktilraunir > Eldri Músíktilraunir finnurðu hlekki á upplýsingar um allar Músíktilraunir í gegnum árin.

 

Í verðlaun eru aðgöngumiði fyrir einn á öll undankvöld Músíktilrauna. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. yes

34 hljómsveitir - Metþátttaka stelpna!

Við erum búin að fara yfir umsóknirnar og erum himinlifandi yfir öllum þeim hljómsveitum/listamönnum sem taka þátt í Músíktilraunum í ár. laugh

 

34 atriði sóttu um af öllum gerðum tónlistar. Það eru samanlagt 118 ungmenni sem taka þátt í ár á aldrinum 13-25 ára. Kynjaskiptingin er slík að 89 strákar taka þátt og 29 stelpur. En það er nýtt met í þátttöku stelpna í Músíktilraunum!!!  Hvorki meira en minna en 25% eða einn fjórði þátttakenda. heart Þátttaka stelpna á Músíktilraunum hefur sem betur fer aukist jafnt og þétt á síðustu árum en árið 2010 voru þær einungis 10% þátttakenda.

 

Skráningu líkur á miðnætti í dag!

 

Síðasti séns til að skrá sig í Músíktilraunir 2017 er í dag!!! surprise

Á miðnætti lokast fyrir skráningarformið en það er að finna hér.

 

Fjölmargar sveitir hafa nú þegar skráð sig á hátíðina svo nú fer hver að verða síðastur. 

Hátíðin verður síðan haldin í Hörpu 25. mars til 1. apríl. 

 

Annar Facebook-leikurinn okkar

SKRÁNINGU Í MÚSÍKTILRAUNIR LÝKUR NÚNA Á MÁNUDAGINN 13. MARS!

Í tilefni þess setjum við Facebook-leik númer tvö í loftið. laugh

 

Það sem þú þarft að gera er að segja okkur hver er uppáhalds hljómsveitin/listamaðurinn þinn sem hefur tekið þátt í Músíktilraunum en EKKI UNNIÐ fyrsta sætið. Tæplega 1200 atriði hafa tekið þátt í tilraunum í gegnum tíðina en þau geta auðvitað ekki öll komist í úrslit eða vinningssæti. Hinsvegar hafa margar af þessum sveitum verið mjög eftirminnilegar og/eða haldið ótrauðar áfram með reynsluna frá Músíktilraunum undir beltinu. 

 

Til dæmis mætti nefna: Kaleo, Par-Ðar, Axel Flóvent, Laser Life, SíGull, In The Company of Men, Fufanu, Endless Dark, Bárujárn, Ultra Mega Technobandið Stefán, We Painted The Walls, Lokbrá, Ekkium, Noise, Ókind, Anonymous, Coral, Dikta, Skörungur, Auxpan, Leggöng Tunglsins, Bisund, Spitsign, Innvortis, Andhéri (Örvar og Gunni í Múm). Bee Spiders, Á Túr, Spírandi Baunir, Mósaík (Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds ofl.), 200.000 naglbítar, Stolía, Thunder Love, Gröm, Wool (Orri í Sigur Rós og Hössi í Quarashi), Opus Dei, FullTime 4wD, Tjalz Gissur, Suicidal Diarrhea, Cranium, Skítamórall, Niturbasar, Keldusvín, Maunir, Saktmóðigur, Strigaskór nr.42, Trassarnir, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Bootlegs, Pandóra, Mosi frændi (Katla Kalda), Bláa bílskúrsbandið (Guðmundur Pétursson á gítar), Mússólíní, Sogblettir, Þarmagustarnir, Mogo Homo, Oxzmá, Nefrennsli, S/H Draumur....  

 

Á heimasíðunni okkar undir Um Músíktilraunir > Eldri Músíktilraunir finnurðu hlekki á upplýsingar um allar Músíktilraunir í gegnum árin.

 

Í verðlaun eru aðgöngumiði fyrir einn á öll undankvöld Músíktilrauna. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. heart

Skráningu líkur á mánudaginn!

 

Nú stendur yfir skráning hljómsveita/listamanna í Músíktilraunir 2017 en skráningu lýkur núna á mánudaginn 13. mars. heart 

Nú fer hver að verða síðastur en til mikils er að vinna: Hljóðverstímar, úttektir í hljóðfærabúðum og plötubúðum og boð um að spila á tónlistarhátíðum. En helsti ávinningurinn er auðvitað að fá tækifæri til að spila tónlist sína fyrir aðra og fá reynsluna frá þeim hvetjandi vettvangi sem Músíktilraunir eru. wink

 

Upplýsingar og skráningareyðublað er að finna hér.

 

 

 

Til hamingju með daginn konur!

Miss Anthea (2016)

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna tókum við saman tölur yfir kynjahlutfallið í Músíktilraunirna síðustu ár. Við erum himinlifandi yfir að þátttaka stelpna í tilraununum hefur aukist úr 10% á árinu 2010 og upp í 24% á síðasta ári. En betur má ef duga skal og við hvetjum allar stelpur til að taka þátt en skráning stendur til 13.mars.

 

Margar eftirminnilegar sveitir skipaðar stelpum hafa tekið þátt í Músíktilraunum í gegnum tíðina:

Sokkabandið (fyrstu Músíktilraunirnar 1982)

Dúkkulísur (sigurvegarar 1983)

Bróðir Darwins ( 3. sæti 1989 - Anna Halldorsdottir söngkona)

The Evil Pizza Delivery Boys (1991)

Kolrassa Krókríðandi (sigurvegarar 1992)

Gröm (1994 Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari)

Mósaík (1994 Ólöf Arnalds, Guðrún Dalía, Hanna Ólafsdottir)

Á túr (2. sæti 1996 Elísabet Ólafsdóttir, Kristbjörg Kona, Fríða Rós Valdimarsdóttir)

Anonymus (3.sæti 2001 Tanya Pollock)

MAMMÚT (sigurvegarar 2004)

We Painted The Walls (Júlía Hermannsdóttir. athyglisverðasta sveitin 2005)

Ekkium (athyglisverðasta sveitin 2006)

Spelgur (2009 Katrín Helga Andrésdóttir)

Of Monsters and Men (sigurvegarar 2010)

Samaris (sigurvegarar 2011)

Vök (sigurvegarar 2013)

White Signal (hljómsveit fólksins 2012)

Milkhouse (hljómsveit fólksins 2014)

SíGull (hljómsveit fólksins 2015)

Hórmónar (sigurvegarar 2016)

og fleirri og fleirri....

 

Hljómsveit á mynd: Miss Anthea (Músíktilraunir 2016)

Úrdráttur í fyrsta Facebook-leiknum okkar

Vinningshafinn í fyrsta Facebook-leiknum okkar er Guðjón Jósef Baldursson!

Uppáhalds vinningssveitin hans úr Músíktilraunum er Rythmatik sem vann árið 2015. laughheart

 

Skráningar í Músíktilraunir standa til 13. mars hér á www.musiktilraunir.is

 

Fyrsti Facebook-leikurinn

Í tilefni þess að Músíktilraunir nálgast eins og óð fluga setjum við fyrsta FACEBOOK-LEIKINN okkar í gang laugh Það eina sem þú þarft að gera er að fara á Facebook-síðuna okkar og segja okkur hver þín uppáhalds vinningssveit er. heart

 

Hér á heimasíðunni okkar finnurðu lista yfir allar þær fjölbreyttu hljómsveitir sem hafa sigrað Músíktilraunir í gegnum árin. 

 

Í verðlaun eru aðgöngumiðar fyrir tvo á kvöld að eigin vali á Músíktilraunir. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. yes

Íslensku tónlistarverðlaunin

 

Í kvöld verða Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í tuttugastaogfjórða sinn. En margir af öllum þeim flottu tónlistarmönnum sem eru tilnefndir til verðlaunana í ár tóku sín fyrstu spor í Músíktilraunum. Meðal annars:

 

RuGl​ (2016)

Kaleo​ (2013)

CeaseTone​ (2013) og Hafsteinn Þráinsson var valinn Gítarleikari Músíktilrauna.

Arnar Freyr​ í Úlfur Úlfur​ (Bróðir Svartúlfs, sigurvegarar 2009)

Ásgeir Trausti (The Lovely Lion, 2012)

Samaris​ (sigurvegarar 2011) og Þórður Kári Steinþórsson valinn Rafheili Músíktilrauna. 

XXXRottweiler Hundar​ (sigurvegarar 2000)

Elíza Geirsdóttir Newman (Kolrassa Krókríðandi, sigurvegarar 1992)

 

heart Skráning í Músíktilraunir 2017 er hafin!!! heart

Myndir frá Upphitunartónleikunum

Föstudaginn 24. febrúar héldum við "kick off-tónleika" fyrir Músíktilraunir 2017 en þann dag hófst skráning á tilraunirnar.

Sigursveitir síðustu þriggja ára, Vio, Rythmatik og Hórmónar, tróðu upp en troðfullt var á tónleikunum.

Sjáið myndir hér!

Upphitunartónleikar 24.02.

VIO - RYTHMATIK - HÓRMÓNAR

heart Takk fyrir frábæra tónleika á föstudaginn!!! heart

Skráning hefst og ,,Kick-Off“ tónleikar í Hinu Húsinu!

Á morgun, þann 24. febrúar munu sigurvegarar Músíktilrauna síðustu þriggja ára stíga á stokk í Hinu Húsinu. Þetta eru hljómsveitirnar Hórmónar sem sigruðu í fyrra, Rythmatik sem sigraði árið 2015 og hljómsveitin Vio - band sem sigraði árið 2014.

Tilefnið er að morgundagurinn, föstudagurinn 24. febrúar, er einmitt fyrsti dagur skráningar til þátttöku í Músíktilraunir 2017. Þær hefjast síðan rétt um mánuði seinna þann 25. mars.

DAGSKRÁ UPPHITUNARTÓNLEIKANNA:
19:30 - 20:00 Vio
20:10 - 20:40 Rythmatik
20:50 - 21:20 Hórmónar

Við hvetjum alla til að mæta og það er ,,algjörlega" FRÍTT inn!

Pages

Subscribe to Articles