Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna 2019 er nú lokið og liggja fyrir öll þau atriði sem fá að halda áfram til úrslita þetta skiptið. Öll undankvöldin í ár hafa verið vel aðsótt og hvert einasta atriði staðið fyrir sínu. Það er þó þannig að aðeins fjórðungur keppenda fær að hald áfram til úrslita og í kvöld völdu áhorfendur í sal hljómsveitina Karma Brigade en dómarar völdu áfram Ástu ásamt Dread Lightly í aukaval. Dómarar völdu einnig i aukaval frá fyrri kvöldum hljómsveitirnar Parasol og Merkúr. Úrslitakvöldið verður magnað, frábært og dásamlegt ef eitthvað er að marka þau atriði sem eru á boðstolnum en miða má finna á tix.is. Til að horfa á allt fjórða undanúrslitakvöldið í hágæðum er hægt að horfa á streymisupptöku í boði nemenda Borgarholtsskóla.